Vel búið að framtíðinni
Við erum öflugt verktakafyrirtæki með traustan og ábyrgan rekstur. Við leggjum metnað okkar í að vera góður samstarfsaðili við nýsmíði og endurnýjun vandaðra bygginga sem ætlað er að standa lengi í sátt við nærumhverfið og náttúruna. Með hámarks hagkvæmni og lágmarks umhverfisáhrif að leiðarljósi búum við vel að framtíðinni.
Vel búið að fjölskyldunni
Íbúðarhúsnæðið okkar er hannað og byggt með þarfir nútímafjölskyldunnar í huga. Þar skiptir efnisval og skipulag miklu máli en líka heildaráhrif byggingarinnar á umhverfi sitt til lengri tíma litið. Okkar markmið er að bjóða hagkvæma umgjörð um heimili fólks sem þjónar fjölskyldum og samfélaginu öllu í grænni framtíð.
Vel búið að umhverfinu
Húsbyggingar snúast í eðli sínu um framtíðina. Um leið og við byggjum hús tökum við ákvörðun um lífsgæði til lengri tíma, bæði þeirra sem nota húsið, nærsamfélagsins og umhverfisins alls. Við viljum hámarka jákvæð umhverfisáhrif okkar bygginga og leggjum metnað í að þær séu umhverfisvottaðar og fylgi öllum nýjustu stöðlum sem lágmarka neikvæðu áhrifin svo framtíðin verði sjálfbærari og hagkvæmari.
Vel búið að rekstri
Traustur og öruggur rekstur er forsenda þess að mögulegt sé að vanda til verka þannig að þau verði í fremstu röð þegar kemur að gæðum, öryggi og umhverfi. JÁVERK hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki árlega síðan 2014. Heilbrigður rekstur gerir okkur kleift að skila heilbrigðu verki.