Umhverfi og samfélag
JÁVERK leggur áherslu á umhverfis-, öryggis og gæðamál ásamt því að vera traustur og góður samstarfsaðili viðskiptavina sinna.
Gæðakerfi fyrirtækisins var vottað skv. ISO 9001 staðlinum árið 2019 og umhverfisstjórnunarkerfið var vottað skv. ISO 14001 staðlinum árið 2022.
Mannvirkjagerð hefur gríðarlega mikil umhverfisáhrif og því mjög mikilvægt að við leggjum okkar af mörkum til að sporna við þeim áhrifum sem starfssemi okkar hefur. Við erum að byggja upp þekkingu innanhúss og koma upp mælikvörðum til að okkar umhverfisvegferð verði markviss og skili sem mestum árangri.
Gæðamál eru okkur ekki síður mikilvæg og eru nátengd umhverfismálum. Með því að gera hlutina rétt í fyrsta skiptið, leggja áherslu á gæði og lágmarka viðhaldsþörf erum við að minnka umhverfisáhrif af byggingaframkvæmdinni sjálfri, sem og umhverfisáhrifum á líftíma hennar.
Samfélagsskýrslur
Samfélagsskýrsla JÁVERK 2021
Samfélagsskýrsla JÁVERK 2022
Samfélagsskýrsla JÁVERK 2023
Stefna varðandi samfélagslega ábyrgð
Við hjá JÁVERK viljum starfa í sátt við samfélag og umhverfi og vera ábyrgur samfélagsþegn. Með því að samþætta sjálfbærni og samfélagslega ábyrga starfsemi stuðlum við að arðsemi og vexti til framtíðar til hagsbóta fyrir samfélag, starfsfólk, viðskiptavini og hluthafa.
JÁVERK leggur sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni og vernd umhverfisins með því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar með markvissum aðgerðum og ábyrgri nýtingu auðlinda.
JÁVERK vill skapa starfsfólki bestu starfsaðstæður og vera ávallt eftirsóttur vinnustaður sem laðar til sín framúrskarandi starfsfólk. Stefna okkar í jafnréttismálum byggir á mannréttindastefnu og við höfum ávallt í heiðri grundvallarmannréttindi eins og þeim er lýst í alþjóðasamningum.
Áhersla á samfélagslega ábyrgð er til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor þess um leið og stuðlað er að betra og ábyrgara samfélagi.
JÁVERK fylgir í hvívetna þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda. JÁVERK hefur skýra stefnu um að vinna gegn hvers konar spillingu og glæpsamlegri starfsemi.
Stefna JÁVERK varðandi samfélagslega ábyrgð nær til allrar starfsemi félagsins svo sem rekstur skrifstofu, framkvæmdasviðs, þróunarverkefna og véladeildar. Starfsfólk og stjórn skal kynna sér stefnuna og virða hana í öllum störfum fyrir félagið, auk þess að leita leiða til umbóta í umhverfis og samfélagsmálum.
Stefna JÁVERK varðandi samfélagslega ábyrgð skiptist í eftirfarandi þætti:
Umhverfisstefna
Mannréttindastefna
Öryggis- og heilbrigðisstefna
Starfsmanna- og jafnlaunastefna
Siðareglur og varnir gegn spillingar- og mútumálum
Siðareglur birgja