Mannréttindastefna

1. Réttindi starfsfólks JÁVERK
  • JÁVERK lítur svo á að hver einstaklingur sé jafnborinn til virðingar og réttinda. Félagið skuldbindur sig til að virða almenn mannréttindi í allri sinni starfsemi.
  • JÁVERK virðir félagafrelsi og viðurkennir rétt allra til kjarasamninga.
2. Mannréttindi annarra hagaðila
  • Það samræmist ekki stefnu JÁVERK að eiga í viðskiptum við aðila sem virða ekki almenn mannréttindi, svo sem réttindi á vinnumarkaði, rétt til félagafrelsis og rétt til góðs aðbúnaðar starfsfólks síns og öryggis þeirra. Ákvæði þar að lútandi er að finna í nýrri verksamningum félagsins og geta brot gegn þeim leitt til uppsagnar og/eða tafarlausrar riftunar samninga af hálfu JÁVERK.
  • Það samræmist ekki stefnu JÁVERK að eiga í viðskiptum við aðila sem tengjast barnaþrælkun eða nauðungar- og þrælkunarvinnu af neinu tagi og skal félagið forðast að eiga í viðskiptum við slíka aðila.
  • Það samræmist ekki stefnu JÁVERK að eiga í viðskiptum við aðila sem fara ekki að lögum og reglum í starfsemi sinni að öðru leyti, svo sem varðandi kjaramál, skattgreiðslur, heilbrigðis- og hollustuhætti og umhverfismál.
content image