Umhverfisstefna
Stefna JÁVERK er að vera leiðandi í umhverfismálum í mannvirkjagerð á Íslandi.
Við ætlum að horfa á heildar umhverfisspor okkar mannvirkjagerðar og vinna markvisst að því að lágmarka það í gegnum heildarlíftíma mannvirkjanna:
- lágmarka kolefnisspor mannvirkja m.a. með markvissu vali á byggingarefnum
- lágmarka orkunotkun á líftíma
- byggja heilnæmt gæðahúsnæði með lágmarks viðhaldsþörf á líftíma
Við ætlum að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af okkar rekstri:
- lágmarka neikvæð áhrif á náttúru og umhverfi okkar
- lágmarka kolefnisspor af rekstri fyrirtækisins og verða kolefnishlutlaus árið 2032
- lágmarka sorp sem fer í urðun
- uppfylla viðeigandi lög og reglugerðir
Til að ná tilætluðum árangri setjum við okkur umhverfismarkmið og erum með umhverfismælikvarða sem við vöktum til að tryggja stöðugar umbætur.