Starfsmanna- og jafnlaunastefna
Við ætlum að skapa vinnuumhverfi þannig að öllum líði vel, séu örugg og hafi tækifæri til að ná sínum besta árangri.
Við leggjum mikið upp úr frumkvæði, góðum starfsanda og vellíðan starfsmanna. Umboð til athafna og ákvarðanatöku er víðtækt og áhersla lögð á opin skoðanaskipti og góða miðlun upplýsinga.
Starfsmenn fá greidd sambærileg laun og njóta sambærilegra kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf óháð kyni, þjóðerni, skoðunum, trúarbrögðum eða aldri.
JÁVERK mun tryggja að
- stöðugar umbætur á jafnlaunakerfinu eigi sér stað
- lagarýni sé framkvæmd til að tryggja hlítingu á öllum lögum og reglugerðum er snúa að greiðslu jafnra launa til karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf
- umgjörð sé til staðar til að setja fram og rýna jafnlaunamarkmið
- jafnlaunakerfið sé skjalfest, innleitt og því viðhaldið