Öryggis- og heilbrigðisstefna

JÁVERK er umhugað um öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks og sér félagið til þess að starfsfólk fái góða vinnuaðstöðu og heilnæmt vinnuumhverfi.

JÁVERK leggur mikla áherslu á að vernda heilsu og öryggi allra starfsmanna.

JÁVERK er með virkt öryggisstjórnunarkerfi þar sem unnið er markvisst að því á öllum starfs- og verkstöðum að ná settum markmiðum og stuðla að heilnæmu og öruggu vinnuumhverfi.

Unnið er að öruggu vinnuumhverfi með því að:

  • Skilgreina mælanleg öryggismarkmið, vakta árangur og miðla til starfsmanna.
  • Greina hættur í starfsumhverfi (áhættumat) fyrir verkþætti á verkstöðum.
  • Veita starfsmönnum þjálfun og upplýsa um niðurstöður áhættumats fyrir viðkomandi verkþátt.

Greina slys, næstum slys og atvik og gera viðeigandi úrbætur.

content image